Miðvikudagur, 13. febrúar 2008
Vill Sjálfstæðisflokkurinn fórna Vilhjálmi?
Allt bendir nú til þess,að herráð Sjálfstæðisflokksins
hafi ákveðið að fórna Vilhjálmi Þ.Vilhjálmssyni.Allt frá því,að flokkurinn myndaði meirihluta með Ólafi Magnússyni,sem kostaði flokkinn borgarstjórastólinn,
hefur flokkurinn verið í miklum kröggum.Reykvíkingar fordæmdu það strax,að íhaldið skyldi leggjast svo lágt að kaupa Ólaf með borgarstjórastólnum. Allir borgarfulltrúar flokksins stóðu að því ráðslagi og formaður Sjálfstæðisflokksins lagði blessun sína yfir það. Skoðanakannanir sýndu fylgi Sjálfstæðisflokksins í lágmarki eftir þessi makalausu vinnubrögð.Nú voru góð ráð dýr. Þá barst herráðinu sú himnasending,að Vilhjálmur mismælti sig í kastljósþætti. Hann sagði borgarlögmaður í staðinn fyrir fyrrverandi borgarlögmaður.Ekki mjög alvarlegt en þetta dugði herráðinu. Vilhjálmur var strax úthrópaður,einkum af Morgunblaðinu og vissum sjálfstæðismönnum. Einhvern tímann hefðu mismæli sem þessi ekki þótt alvarleg. En nú dugðu þau til þess að hamast á Vilhjálmi. Honum var umsvifalaust kennt um slæma stöðu flokksins enda þótt fyrir lægi að staðan var slæm þar eð flokkurinn beitti óvönduðum vinnubrögðum við það að fá Ólaf til fylgilags við sig. Nei, herráðið telur,að það eina sem geti bjargað Sjálfstæðisflokknum í Rvk. nú sé að fórna Vilhjálmi og láta Hönnu Birnu eða Gísla Martein taka við. En dugar það?
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.