Matvælaverð hækkar stöðugt hér

Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, birtir á vefsíðu samtakanna hugleiðingar sínar um verðhækkanir. „Birgjar innlendra sem innfluttra matvara hafa flestir hækkað verð á vörum sínum. Umræðan hér er sú sama og í nágrannalöndum okkar, matvöruverð snarhækkar, bara miklu meira hér á landi. Hver skyldi ástæðan vera, er einhver maðkur í mysunni?

Það er rík ástæða til að hvetja bæði birgja og smásala að reyna að mæta óhjákvæmilegum hækkunum með hagræðingu eins og þeir best geta. Það er undir engum kringumstæðum hægt að sætta sig við að þessir aðilar nýti sér verðhækkunarskriðuna til að hækka álagningu sína í krónum

Þetta eru uggvænlegar fréttir. Nýlega var skýrt frá því,að matvælaverð hér væri 64% hærra en í löndum ESB.Svo koma  nú fréttir um að matvælaverð fari ört hækkandi. Undanfarin misseri hefur gengi krónunnar verið mjög hátt. Við hækkun krónunnar átti verð innfluttra   matvæla að lækka en það gerðist ekki. Nú lækkar krónan og  af þeim sökum og öðrum hækkar matvælaverð nú stöðugt. Innflytjendur eru fljótari að hækka en lækka. Það þarf róttækar ráðstafanir til þess að ná matvælaverði hér niður.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Matvöruverð hækkar stöðugt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband