Lækka verður álögur á bensíni

Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda sendir fjármála- og forsætisráðherra erindi í dag þar sem lagt er til að stjórnvöld lækki skattaálögur á eldsneyti. Segist hann telja að lækkun eldsneytisverðs geti orðið talsverð kjarabót. 

Bensínverð á Íslandi er eftir síðustu hækkun orðið það hæsta sem verið hefur  hér   á landi.Það er vissulega orðin full ástæða til þess að stjórnvöld lækki þær miklu álögur,sem eru á bensíni.Þær eru óeðlilega miklar.Auk þess má vekja athygli á því,að olíufélögin eru alltaf fljót til að hækka bensín ef gengið lækkar en ekki eins fljót til ef gengið hækkar. Verðlagning olíufélaganna er oft mjög óeðlileg.Er full ástæða fyrir samkeppniseftirlitið að fara ofan í þá verðlagningu og ef  hún er ekki eðlileg þá ætti að setja verðlag á bensíni og oíuvörum undir verðlagsákvæði. Óbreytt ástand gengur ekki lengur. 

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Þrýsta á lækkun eldsneytis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband