Miðvikudagur, 13. febrúar 2008
Viðskiptaráð vill losna við íbúðalánasjóð
Meðan Seðlabanki Íslands hækkar stýrivexti til að slá á verðbólgu heldur hið opinbera húsnæðisvöxtum lágum með niðurgreiðslu almennra húsnæðislána í gegnum Íbúðalánasjóð. Þetta jafngildir því að stíga á bremsu og bensíngjöf á sama tíma. Þessi vinnubrögð hins opinbera hafa án nokkurs vafa átt stóran þátt í að spilla fyrir virkni peningastefnunnar og leitt til óhóflegrar hækkunar stýrivaxta. Þetta skaðar sérstaklega þá sem síst skyldi, hópa samfélagsins sem ekki geta varið sig fyrir háum skammtímavöxtum," sagði Erlendur Hjaltason á Viðskiptaþingi í dag.
Þessi ummæli formanns viðskiptaráðs koma ekki á óvart. Bankarnir og helstu viðskiptaaðilar hafa lengi viljað losna við Íbúðalánasjóð til þess að bankarnir geti hækkað' vextina að vild og okrað á húsbyggjendum. Það er rangt hjá Erlendi,að ríkið greiði niður vexti íbúðalánasjóðs. Það var gert á meðan verkamannabústaðakerfið var við líði en ekki nú. Ibúðalánasjóður hefur haldið vöxtum niðri og ef hann verður lagður niður munu íbúðavextir bankanna rjúka upp úr öllu valdi.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Íbúðalánasjóður mein í íslensku hagkerfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:05 | Facebook
Athugasemdir
Hvar lærði Erlendur þessi hagfræði? Minnir á vitringinn að vestan, sem vildi afleggja vaxtabætur af sömu ástæðu!
Auðun Gíslason, 13.2.2008 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.