Verður Vilhjálmur sendiherra í Kanada?

Markús Örn Antonsson sendiherra Íslands í  Kanada hefur verið skipaður forstöðumaður  Þjóðmenningarhúss.  Sendiherrastaðan er því laus.Því hefur verið fleygt,að ef  til vill verði Vilhálmur Þ.Vilhjálmsson formaður borgarráðs,skipaður sendiherra Íslands í Kanada í stað Markúsar.Hann mundi þá taka við sendiherrastöðunni næsta haust áður en hann ætti að taka við starfi borgarstjóra í Rvk.Hanna Birna mundi þá sennilega taka  við oddvitastarfinu hjá Sjálfstæðisflokknum í Rvk,  og verða borgarstjóri,þegar Ólafur Magnússon hættir.Þetta  mundi leysa vandamál Sjálfstæðisflokksins  í Rvk.Flokkurinn vill losna við Vilhjálm og heldur að fylgið aukist   á ný,ef hann fer á brott. En það er ekki þar með sagt. Flokkurinn í heild ber ábyrgð á klúðrinu,bæði REI málinu og  því að kaupa Ólaf til fylgis við flokkinn  með borgarstjórastólnum.Allir 7 borgarfulltrúarnir stóðu að þeim hrossakaupum. Þeir geta ekki kennt Vilhjálmi einum um þau vinnubrögð og haldið að nóg sé að fórna honum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll Björgvin.

Það verður áhugavert að sjá hvernig þessi mál enda. Eitt er víst að það er lélegt ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að skilja Villa eftir særðan á vígvellinum og hlúa bara að hinum útvöldu. Hirða svo upp karlangann og senda hann til Kanada.

Sveinn Hjörtur , 14.2.2008 kl. 23:50

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér sýnist það nú frekar líkleg niðurstaða að Villi verði sendur úr landi.

Árni Gunnarsson, 15.2.2008 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband