Lægstu laun hækka um 32% á samningstímanum

ÞARNA sjáum við lægstu laun hjá Starfsgreinasambandinu hækka yfir 32% á samningstímanum og byrjunarhækkunin er um 16%. Þarna eru miklir og góðir áfangar t.d. varðandi slysatryggingamál verkafólks, sem hafa verið í miklum ólestri.Þetta segir Kristján Gunnarsson um samningsdrög,sem væntanlega verða undirrituð á morgun.

Það er ánægjulegt,að lægstu laun hækki um 32% á  samningstímanum.Það er raunar lágmark, þar eð launin eru svo lág í dag. Byrjunarhækkun verður  16%.Verkalýðshreyfingin ræðir við ríkisstjórnina í dag og fer fram á skattalækkun. Væntanlega  hækkar   ríkisstjórnin skattleysimörkin myndarlega. Það er alger nauðsyn á því.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband