Guðni vill breyta kvótakerfinu þrátt fyrir höfundarrétt Halldórs

Frumvarp framsóknarmanna um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins þess efnis að náttúruauðlindir og landsréttindi, sem ekki eru háð eignarétti, verði þjóðareign er „stærsta mál þingsins“, að sögn Guðna Ágústssonar, formanns Framsóknarflokksins. Guðni telur stuðning allra flokka vísan í þessu máli, sem brýnt sé að ljúka sem allra fyrst. Þetta kom fram á blaðamannafundi í gær.

Stefnubreyting Framsóknarmanna varðandi kvótakerfið og  varðandi það að setja það í stjórnarskrá,að náttúruauðlindir séu þjóðareign,er ánægjuleg.Sérstaklega er það  ánægjulegt,að formaður Framsóknarflokksins skuli vilja taka tillit til úrskurðar Mannréttindanefndar Sþ. um að breyta kvótakerfinu þannig,að það  verði sanngjarnt og brjóti ekki áfram mannréttindi. Halldór Ásgrímsson hefur stundum  verið nefndur guðfaðir kvótakerfisins. Svo það hefur þurft hugrekki fyrir Guðn að brjótast út úr kvótahugsunarhætti Framsóknar. Hann á þakkir skilið fyrir það.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


mbl.is Forgangsverkefni að klára stjórnarskrármálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband