Samningsgerðin tefst

Kjaraviðræður stóðu fram undir miðnætti í Karphúsinu í gær. Flestir sem að þeim koma voru búnir upp úr klukkan ellefu en Starfsgreinasambandið fundaði með Samtökum atvinnulífsins lengur. Flestir viðmælendur Morgunblaðsins voru bjartsýnir á daginn í dag, en þeir halda vinnu áfram nú klukkan tíu fyrir hádegi. „Það sem er enn á sameiginlegu borði ASÍ klárast öðrum hvorum megin við hádegið,“ sagði Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, taldi einungis fjórtán sérkröfur mismunandi aðila enn á sínu blaði og var jákvæður um framhaldið. Fulltrúar landssambanda sem rætt var við voru sömuleiðis jákvæðir, þótt undirskriftir og handabönd biðu helgarinnar, en þyngra hljóð var í Guðmundi Gunnarssyni, formanni Rafiðnaðarsambandsins, sem kvaðst vonsvikinn af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar í gær. Ráðherrar hefðu virst óundirbúnir þrátt fyrir að hafa haft aðgang að kröfugerðum síðan í desember

Það er  nú ljóst,að það mun dragast í nokkra daga að skrifað verði undir nýja kjarasamninga. Ástæðan er sú,að ríkisstjórnin er ekki tilbúin með sínar aðgerðir í skattamálum eða öðrum mikilvægum málum.Þó stjórnin fengi kröfur verkalýðsfélaganna í 12.desember er   hún  enn ekki tilbúin með sínar  tillögur. Henni  hafa ekki dugað 2 mánuðir. Það er ámælisvert,að  ríkisstjórnin skuli ekki hafa notað þennan tíma til þess að semja sínar tillögur og þurfi nú að  tefja samningsgerðina.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Örfáar kröfur enn á borðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband