Laugardagur, 16. febrúar 2008
Ekki pólitíska fundi í Fríkirkjunni
Fyrrverandi stjórnarmaður úr safnaðarstjórn Fríkirkjunnar í Reykjavík mótmælir því að Samtökin Sól á Suðurlandi efni til fundar í húsakynnum kirkjunnar á morgun. Tilefni fundarins er að mótmæla áformum um að virkja Þjórsá. Þetta er pólitíkskt þrætuepli sem þarna er í gangi," segir Magnús Siguroddsson, rafmagnstæknifræðingur og fyrrverandi stjórnarmaður í Fríkirkjunni.
Hann segist hafa verið í Fríkirkjusöfnuðinum frá því í bernsku og sér vitandi hafi aldrei verið haldnir pólitískir fundir þar. Magnús segist fara þess vinsamlega á leit við núverandi safnaðarstjórn kirkjunnar að hætt verði við fundinn og hann færður á annan stað. Hann segist þó ekki hafa rætt málið við Hjört Magna Jóhannsson fríkirkjuprest.
Ég tek undir með Magnúsi Siguroddssyni: Það á ekki að halda pólitíska fundi í Fríkirkjunni. Það er best að halda fríkirkjusöfnuðinum utan við öll pólitísk átök. Það eru menn í söfnuðinum með ólíkar pólitíska skoðanir. Þess vegna getur það verið mjög viðkvæmt mál,ef kirkjan er tekin undir pólitíska fundi.- Ég er í fríkirkjusöfnuðinum og hefi verið þar í 70 ár.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll. Séra Hjörtur hefur leyft ýmislegt hápólitískt og sérlega eldfimt. Þetta er nú ekki mikið á við ýmislegt annað sem hefur komið frá þeim manni.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.2.2008 kl. 13:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.