Sala orkuauðlinda ríkis og sveitarfélaga verður bönnuð

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sagði í ávarpi sem hann hélt í gær á aðalfundi Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi, að hann hefði ekki orðið var við beina andstöðu sveitarstjórna eða orkufyrirtækja gegn því markmiði sem hann hefði lýst, að opinberum aðilum, ríki og sveitarfélögum, ætti ekki að verða heimilt að framselja með varanlegum hætti orkuauðlindir. Össur benti á að forsætisráðherra hefði tjáð sig með eindregnum hætti um þetta mál, bæði á Alþingi og í fjölmiðlum. Svipuð viðhorf hefðu komið fram hjá öllum stjórnmálaflokkum á Alþingi og ennfremur almenningi.

Endurnýjanleg orka væri að verða mjög eftirsóknarverð. „Gleymum því ekki, að eins og lögin eru í dag, þá er ekkert sem hindrar að orkuauðlindirnar séu seldar – ef vilji er til þess hjá sveitarfélagi. Sú staða getur komið upp, og hefur komið upp,“ sagði Össur. „Ég vil líka segja það alveg skýrt, að ég hef engan vilja til að ríkið ásælist þann hluta orkulindanna, hvort sem er um að ræða í vatnsföllum eða jörðu, sem er í einkaeigu í dag,“ bætti hann við.

Það er mjög ánægjulegt,að samstaða skuli vera um það í ríkisstjórninni ,að banna sölu orkuauðlinda,sem eru í eigu ríkis eða sveitarfélaga.I dag er ekkert sem bannar slíka sölu enda seldi Hitaveita Suðurnesja  stóran hlut   til einkafyrirtækis, Geysir Green Energy, og hlutur í því lenti í höndum útlendinga,fyrirtækis í New York.Það er ótækt.Frumvarp Össurar bannar slíkt en það er enn ekki komið á dagskrá alþingis. Það situr enn fast í þingflokki SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS.

Björgvin Guðmundssin


mbl.is Vill ekki að ríkið ásælist orkulindir sem eru í einkaeigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband