Laun kennara þurfa að hækka

Það hefur reynst erfitt að fá nægilega marga kennara í grunnskóla landsins vegna þess hve laun kennara eru lág. Nokkuð er síðan kennarastéttin varð kvennastét,þar eð karlar,sem eru menntaðir kennarar hafa margir hverjir fengið sér önnnur betur launuð störf. Þetta er slæm þróun. Auðvitað þurfa laun kennara að vera þannig,að bæði karlar og konur sjái sér fært að nýta menntun sína og kenna. Nú hafa þrír áhrifamiklir stjórnmálamenn lýst því yfir,að hækka þurfi laun kennara myndarlega: Þorgerður Katrín Gunnarsdótti,menntamálaráðherra, hefur lýst þessu yfir. Sömuleiðis Ágúst Ólafur Ágústsson,varaformaður Samfylkingarinnar og  nú í Mbl. í dag  Jónmundur Guðmarsson,bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. Þessar yfirlýsingar hafa allar mikið að segja. Væntanlega beita Þorgerður og Ágúst Ólafur sér fyrir þ.ví,að ríkið láti aukna fjármuni ganga til sveitarfélaganna svo þau geti hækkað laun kennara myndarlega.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband