Lyfjaverð er alltof hátt hér á landi

Við erum í viðræðum við lyfjabúðirnar um að endurskoða álagninguna,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, nýr formaður lyfjagreiðslunefndar.

„Einnig er verið að breyta sjúkratryggingarkerfinu öllu. Svokölluð Pétursnefnd er að skoða það mál og þar koma lyf inn í. Þá breytast forsendur og það verður hægt að breyta ýmsu, líklega líka álagningu á lyf.“

Lyfjanefnd annast verðsamanburð á lyfjum hér og annars staðar á Norðurlöndum. Í nýju frumvarpi er gert ráð fyrir að liðka fyrir póstverslun með lyf og markaðssetningu lyfja.

„Frumlyf eru miklu dýrari því þau eru háð einkaleyfum, samheitalyf eru ódýrari því þá er einkaleyfið fallið niður. Okkur vantar hér á markað fleiri samheitalyf,“ segir Rúna. Hún bindur vonir við að norrænt samstarf leiði til þess að ný lyf komi fyrr á markað hér á landi og segir einnig að eldri lyf sem ekki er lengur einkaleyfi á dugi mörgum eins vel og nýrri og dýrari lyf.

Það er ánægjulegt  að heyra að liðka eigi fyrir póstverslun með lyf. Það er ótækt,að bannað skuli að panta lyf erlendis frá þar sem lyfjaverð er mikið lægra. Einnig er ánægjulegt að heyra að  viðræður skuli í gangi  við lyfjabúðirnar  um endurskoðun álagningar,væntanleg til þess að lækka hana. Það er í raun hreint okur á lyfjum hér og  það verður að lækka. Hátt lyfjaverð  bitnar mjög þunglega á eldri borgurum,sem nota tiltölulega meiri lyf en aðrir.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


mbl.is Liðkað fyrir póstverslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband