Sunnudagur, 17. febrúar 2008
Ilugi: Orkuauðlindir betur komnar í einkaeign
Illugi Gunnarsson,þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
sagði í Silfri Egils í dag,að hann vildi að orkuauðlindir væru í einkaeign. Þær væru betur komnar þar en í opinberri eigu.Þessi ummmæli komu fram í umræðu um orkumálafrumvarp iðnaðarráðherra. Í því er gert ráð fyrir,að ekki megi selja til einkaaðila orkuauðlindir,sem séu í opinberri eigu Katrín.Júlíusdóttir,þingmaður Samfylkingarinnar,sagði,að 88% háhitasvæða landsins væru eigu sveitarfélaga. Samkvæmt frumvarpi Össurar má ekki selja þessi háhitasvæði til einkaaðila. Hér er ef til vill komin skýringin á því hvers vegna frumvarpið situr fast í þingflokki íhaldsins.Geir Haarde er sammála Össuri en aðrir eins og Illugi vilja ,að einkaaðilar eigi orkuauðlindirnar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.