Vill stjórn Samfylkingar,íhalds og VG um Rvk

Stefán Jón Hafstein,borgarfulltrúi, sem er í leyfi frá störfum vegna starfa í Afríku, setti fram róttæka hugmynd í Silfri Egils í dag.Hann sagði,að Reykjavik væri stjórnlaus og mynda ætti öfluga stjórn burðarflokkanna um stjórn borgarinnar:Samfylkingar,Sjálfstæðisflokks  og Vinstri grænna.Þetta er  athygliisverð hugmynd hjá Stefáni.Samkvæmt henni mundu örflokkarnir  ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi um stjórn borgarinnar. Það er auðvitað fráleitt,að örflokkar með 1 borgarfulltrúa hvor geti stiillt stórum flokkum upp við vegg og heimtað sterk embætti og stöður.En önnur hugmynd væri sú,að allir flokkar tækju  saman um stjórn borgarinnar. Það væri eins konar "þjóðstjórn". Upplausnin í Rvk. kallar á róttækar aðgerðir.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Karlsson

Skrítin kenning hjá þér að telja ekki Vinstri Græna með sinn eina fulltrúa til örflokkanna heldur bara hina sem eru líka með einn fulltrúa .Reyndar gengur þessi kenning Stefáns Jóns ekki upp ef að þau sem standa að Tjarnarkvartettinum standa við það sem þau hafa sagt að engin þeirra muni fara í stjórn með íhaldinu.  En kannski telja kratarnir eins og oft áður að orð og gerðir þurfi ekki að fara saman.

Eggert Karlsson, 17.2.2008 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband