Forustan herðir róðurinn gegn Vilhjálmi

Geir H. Haarde forsætisráðherra segist vonast til þess að framtíð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, formanns borgarráðs, ráðist í þessari viku. Hann segir mikilvægt að Vilhjálmur taki ákvörðun sem fyrst því að óvissan skapi erfiðleika. Í Silfri Egils í dag sagði Geir að hann myndi styðja Vilhjálm ef hann tæki þá ákvörðun að gefa kost á sér sem borgarstjóri eftir ár. Geir sagði hins vegar að ef Vilhjálmur myndi hætta sem oddviti væri eðlilegast að næsti borgarstjóri kæmi úr hópi borgarfulltrúa flokksins. Hann vildi þó ekki nefna hver hann teldi að það ætti að vera.

Ljóst er af þessum ummælum Geirs,að forusta íhaldsins herðir nú róðurinn gegn Vihjálmi. Það á að pína hann til þess að segja af sér sem oddviti og borgarstjóraefni flokksins.Hann fær ekki mikið ráðrúm til þess að hugsa sitt mál og athuga sinn gang. Illugi Gunnarsson og Bjarni Benediktsson létu svipuð ummmæli falla. Ekki verður séð,að mikið liggi á. ÍhALDIР  á ekki að fá borgarstjórann fyrr en eftir rúmt ár. Það er engu líkara en að íhaldið hafi farið  á taugum við skoðanakönnun heimur.is. En í henni rauk Samfylkingin langt upp fyrir íhaldið. En þó Vihjálmi verði sparkað til Kanada eða alveg út breytir það engu um fylgi íhaldsins. Hinir borgarfulltrúarnir bera jafnmikla ábyrgð á meirihlutanum með Ólafi og þvi að hann var keyptur með borgarstjórastólnum til fylgis við íhaldið.

 

Björgvin Guðmundsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Einhvernvegin held ég að Vilhjálmur segi ekki af sér. Hefur nokkur sagt af sér síðan Guðmundur Árni sagði af sér hérna um árið?

Sigrún Óskars, 17.2.2008 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband