Mánudagur, 18. febrúar 2008
Laun undir framfærslukostnaði
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnargræns framboðs, segir á vef flokksins að sú hugmyndafræði, sem lögð er til grundvallar nýgerðum kjarasamningum sé góð og nálgunin sé rétt: að reyna að hækka lægstu laun og umsamda kauptaxta sérstaklega.
Hins vegar segir hann,að enn sé verið að semja um laun langt undir framfærslukostnaði,í raun undir fátæktarmörkum.Það sé verið að hækka laun úr 119 þúsund á mánuði í 137 þúsund á mán.
Þá gagnrýnir Steingrímur ráðstafanir ríkisstjórnarinnar. Hann segir,að atvinnurekendur hafi forgang. Þeir eigi að fá skattalækkun í einu lagi strax. En almenningur eigi að fá lækkun persónuafsláttar í þrennu lagi á 3 árum. Eftir lækkun tekjuskatts atvinnurekenda í 15% verði sá skattur einn sá lægsti í Evrópu.
Björgvin Gu'mundsson
![]() |
Steingrímur segir laun enn langt undir framfærslukostnaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ólína Þorvarðardóttir fyrrv. borgarfulltrúi er bara stolt af ríkisstjórninni eftir þennan samning sem henni þykir marka tímamót!
Árni Gunnarsson, 18.2.2008 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.