Hækkun persónuafsláttar kostar mest

Ingibjörg Sólrún,formaður Samfylkingarinnar, var í kastljósi í gær og ræddi kjarasamningana og ráðstafanir ríkisstjórnarinnar.Hún sagði,að  hækkun persónuafsláttar væri dýrasta aðgerð ríkisstjórnarinnar. Þess vegna  yrði að dreifa þeirri aðgerð á langan tíma. Hún sagði hækkun persónuafsláttar um 7 þúsund  kosta 14 milljarða.Það þýðir að  fyrstu  2 þúsund krónurnar í hækkun persónuafsláttar kosta 4 milljarða.Víst eru þetta miklir peningar. En af þessu sést   hvað mikið  hefur verið haft af skattgreiðendum með því að láta ekki skattleysismörkin fylgja launavísitölu frá 1988. Ef það hefði verið gert væru skatttleysimörkin 145-150 þúsund á mánuði í dag í stað 95 þúsund á mánuði.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband