Þriðjudagur, 19. febrúar 2008
Halda ber byggðakvótunum
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar telur tímabært að endurskoða reglur um byggðakvóta. Hún vill kanna þann möguleika að selja veiðiheimildirnar á almennum markaði, andvirðið renni síðan til sjávarbyggða. Sérfræðingar telja hægt að fá um tvo milljarða króna árlega fyrir veiðiréttinn á almennum markaði.
Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur setið á vinnufundi á Akureyri í dag, og rætt meðal annars sjávarútvegsmál. Samkvæmt reglum hefur sjávarútvegsráðherra heimild til að úthluta 12.000 tonnum af botnfiski til sveitarfélaga, sem einhverra hluta hafa lent í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi.
Samfylkingin mun hugsa þessa tillögu sem svar við úrskurði Mannréttindanefndar Sþ. um að kvótakerfið brjóti mannréttindi.Þessi tillaga dugar hvergi nærri til þess að svara gagnrýni Mannréttindanefndarinnar.Hún gengur alltof skammt en fagna ber því,að Samfylkingin sé að hugsa svar og hvað megi gera.Ef fara ætti þessa leið yrði að setja talsvert meira af þorski á uppboð um leið.Gretar Mar þingmaður telur að bjóða yrði upp a.m.k. 25-30% veiðiheimilda árlega eða jafnvel helming.
Ekki líst mér á að ráðist sé á byggðakvótana í þessu skyni. Þeir hafa reynst vel og voru settir á til stuðnings sjávarbyggðum
úti á landi.Það er unnt að taka ákveðið magn af veiðiheimildum og bjóða upp fyrir alla án þess að taka byggðakvótana af.Ég vil halda byggðakvótunum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tek undir þetta með þér. Sama sem ég hugaði, þegar ég heyrði þetta, þessi hugmynd gengur alltof skammt. Ég er sammála Grétari Mar um magnið sem þarf að selja á almennum markaði, en þá peninga á að nota til að kaupa inn meira af kvótanum, þangað til ríkið hefur eignast allan kvótann, síðan á hann að fara á sölu til útgerðarmanna, enginn á að geta átt kvóta, og leigt öðrum. Allt slíkt á að vera í höndum ríkisins, sem á að gæta auðlynda landsins, bæði á sjó og landi. En ég fagna þessari umræðu og að loksins skuli hún vera komin upp á yfirborðið, hingað til hefur ekki mátt ræða þetta mesta óréttlæti þjóðarinnar, nú virðist vera að verða breytinga þar á, þess vegna fagna ég þessu inngripi Ingibjargar Sólrúnar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.2.2008 kl. 09:34
Ingibjörg vill okra á byggðakvótanum, sem er einungis 12000 tonn og selja hann á 170 kr kílóið. Ja dýr yrði Hafliði allur! Ekki leysir þetta neinn vanda og ekki minnkar þetta brottkastið. Ingibjörg á fullt í fangi með að leysa vandamál Palestínu. Af hverju leitar Ingibjörg ekki ráða hjá Jóhanni Ársælssyni eða Karli Matthíassyni?
Sigurður Þórðarson, 19.2.2008 kl. 11:04
Ásthildur, í fyrstu grein fiskveiðistjórnarlaganna stendur að kvótaúthlutun myndi EKKI eignarétt. Ríkið þarf því ekki að kaupa neitt. En svo oft hafa kvótagreifarnir ásamt handlöngurum sínu á alþingi endurtekið sömu lygina um að þeir eigi óveiddan fisk í hafinu að jafnvel frjálslyndir eru farnir að trúa því.
Þessi byggðakvóti er svo lítill að hann skiptir nánast engu máli og við megum ekki falla fyrir svona ómerkilegu bragði. Eða hverju bjargar það þó okrað sé á skitnum 12000 tonnum?
Sigurður Þórðarson, 19.2.2008 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.