Alþingi:Launþeginn heldur aðeins 10 þús. kr. eftir af 18 þús. kr.

Fram fóru umræður um nýja kjarasamninga á alþingi í dag,svo og um yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði að lægstu taxtar og lægstu bætur almannatrygginga dugi ekki fyrir framfærslu. Það markmið hefði ekki náðst við gerð kjarasamninga, að koma þeim sem fá lægstu launin upp fyrir fátæktarmörk. Hann benti á, að rauntekjuaukning þeirra, sem fá 18.000 króna hækkun, sé niðurstaðan sú, að launþeginn haldi eftir 10 þúsund krónum þegar skattar og önnur gjöld hafa verið dregin frá. Sérstakur persónuafsláttur fyrir láglaunafólk hefði skilað þeim hópi mun meiri rauntekjuaukningu.

Fram kom í umræðunum,að skattleysismörkin eigi að  hækka í 115 þúsund á  mánuði á næstu 3 árum.Þau eru nú 95 þúsund. Hækkunin næsta ár verður aðeins rúmlega 5700 kr. á mánuði. 

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Geir: Mjög ábyrgir samningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband