Eiga lífeyrissjóðirnir að aðstoða við byggingu hjúkrunarheimila

Lífeyrissparnaður Íslendinga sem hlutfall af landsframleiðslu er í fyrsta skipti orðinn sá mesti í heimi, samkvæmt tölum, sem Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunin, OECD, hefur birt. Samkvæmt tölunum,  sem eru frá árinu 2006, var lífeyrissparnaður Íslendinga 132,7% af vergri landsframleiðslu það ár, ívið meiri en sparnaður Hollendinga, 130% og Svisslendinga, 122,1%.

Að meðaltali var lífeyrissparnaður 72,5% af landsframleiðslu hjá OECD ríkjunum í árslok 2006. Auk landanna þriggja, sem nefnd eru hér að ofan, voru þrjú lönd með hærra hlutfall: Ástralía, 94,3%, Bretland, 77,1% og Bandaríkin, 73,7%. Finnland var rétt neðan við meðaltalið með 71%.

Íslensku lífeyrissjóðirnir eru orðnir það öflugir,að rétt er  að kanna hvort þeir ættu að aðstoða við byggingu hjúkrunarheimila  fyrir aldraða eins og  tillögur hafa komið fram um. Slíkt væri sennilega ekki unnt nema með lagabreytiingu.Þess verður þó að gæta að  veikja ekki sjóðina svo þeir geti ekki  sinnt nægilega vel sínu aðalhlutverki að greiða félagsmönnum sínum lífeyri. En lífeyrissjóðirnir hafa ávaxtað sitt fé á margvíslegan hátt,þar á meðal með kaupum hlutabréfa og verðbréfa,innan lands og utan.Áxöxtun lífeyrissjóðanna var ekki nema 1% sl. ár.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Lífeyrissparnaðurinn sá mesti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband