Klofningur hjá Sjálfstæðisflokknum um orkufrumvarpið

Sex þingmenn Sjálfstæðisflokks gera fyrirvara við orkufrumvarp iðnaðarráðherra, sem þingflokkur sjálfstæðismanna afgreiddi í dag. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins og einnig, að forsætisráðherra og iðnaðarráðherra eigi eftir að fara yfir nokkur atriði áður en frumvarpið verður lagt fyrir Alþingi.

það kemur ekki á óvart,að ágreiningur skuli vera um málið í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Nokkrir af þingmönnunum geta ekki fallist á það,að bannað  skuli að selja orkuauðlindir hins opinbera til einkaaðila. Þeir vija hafa möguleika á því að koma sem mestu af auðlindum okkar í hendur einkaaðila.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Sex þingmenn gera fyrirvara við orkufrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er algjörlega óskiljanleg þessi árátta sjálfstæðismanna að vilja koma öllum eigum almennings í hendurnar á auðmönnum, þetta er bara algjörlega óþolandi. Vona að fólk fari að átta sig á því fyrir hvað þessi Sjálftökuflokkur stendur. Og ótrúlegt að 40% þjóaðrinnar skuli vera svona gjörsamlega sjónlaust á þessa hluti og kjósa þessa sérhagsmunamenn aftur og aftur.

Valsól (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 00:12

2 Smámynd: Hilmar Guðmundsson

Ef hugsanlegt er að hægt sé að græða skal ríkið ekki komast upp með það að eiga.

Gróði hjá ríki þíðir sala til VELUNNARA.

Hilmar Guðmundsson, 21.2.2008 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband