Miðvikudagur, 20. febrúar 2008
Klofningur hjá Sjálfstæðisflokknum um orkufrumvarpið
Sex þingmenn Sjálfstæðisflokks gera fyrirvara við orkufrumvarp iðnaðarráðherra, sem þingflokkur sjálfstæðismanna afgreiddi í dag. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins og einnig, að forsætisráðherra og iðnaðarráðherra eigi eftir að fara yfir nokkur atriði áður en frumvarpið verður lagt fyrir Alþingi.
það kemur ekki á óvart,að ágreiningur skuli vera um málið í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Nokkrir af þingmönnunum geta ekki fallist á það,að bannað skuli að selja orkuauðlindir hins opinbera til einkaaðila. Þeir vija hafa möguleika á því að koma sem mestu af auðlindum okkar í hendur einkaaðila.
Björgvin Guðmundsson
Sex þingmenn gera fyrirvara við orkufrumvarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er algjörlega óskiljanleg þessi árátta sjálfstæðismanna að vilja koma öllum eigum almennings í hendurnar á auðmönnum, þetta er bara algjörlega óþolandi. Vona að fólk fari að átta sig á því fyrir hvað þessi Sjálftökuflokkur stendur. Og ótrúlegt að 40% þjóaðrinnar skuli vera svona gjörsamlega sjónlaust á þessa hluti og kjósa þessa sérhagsmunamenn aftur og aftur.
Valsól (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 00:12
Ef hugsanlegt er að hægt sé að græða skal ríkið ekki komast upp með það að eiga.
Gróði hjá ríki þíðir sala til VELUNNARA.
Hilmar Guðmundsson, 21.2.2008 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.