Hanna Birna vill verða borgarstjóri

Ég gef kost á mér að sjálfsögðu," sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir í viðtali við Ísland í dag . Þar sagðist hún ekki skorast undan yrði til hennar leitað sem borgarstjóri. Hún sagðist styðja Vilhjálm sem oddvita borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins

Yfirlýsing Hönnu Birnu kemur ekki á óvart. Það hefur verið vitað síðan hún og Gísli Marteinn gerðu uppreisn  gegn Vilhjálmi,oddvita,sl. haust ,að þau stefndu bæði að leiðtogasæti  og borgarstjórastól.

Gísli Marteinn sagði í kastljósi  fyrir skömmu ,að það væri ekkert sjálfsagt, að Hanna Birna yrði borgarstjóri þó hún hefði skipað  annað sætið. hann hefði sjálfur stefnt að leiðtogasæti  í prófkjörinu og hlotið mjög mörg atkvæði í fyrsta sæti. Það er ljóst,að það stefnir í harðan slag,ef Vilhjálmur ákveður að stíga til hliðar.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband