Aldraðir fá hungurlús

 
      
    
 
      

    Nýgerðir kjarasamningar munu hafa áhrif á bætur almannatrygginga til hækkunar. Að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur, félags- og tryggingamálaráðherra, munu bætur almannatrygginga hækka um 3-4% fljótlega, til viðbótar við þá hækkun sem varð á bótum almannatrygginga um síðustu áramót.

    „Það er þannig að ákvörðun um hina árlegu hækkun tekur alltaf mið af launaþróun, en þó þannig að þær hækka aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Það sem mun gerast núna í framhaldi af kjarasamningum er að þetta verður uppreiknað vegna kjarasamninga, þannig að nýjar greiðslur taki mið af launaþróun í þessum nýju kjarasamningum,“ segir Jóhanna og tekur fram að miðað verði við launaþróun frá 1. febrúar.

    Samkvæmt þessu er ljóst,að  aldraðir munu fá algera hungurlús.Ætlunin er að skammta þeim mikið minna  en verkafólki,þar eð verkafólk,sem fékk 18000 kr. hækkun fékk a.m.k. 15 % hækkun en ætlunin er að láta aldraða fá aðeins 3-4%. Ég tel,að það sé brot  á lögum,þar eð lögum samkvæmt eiga bætur að  hækka og taka mið af launaþróuun en aldrei að hækka minna en nemur verðlagshækkunum.Þegar slitin voru tengsl á milli bóta aldraðra og lágmarkslauna  sagði Davíð Oddsson þá forsætisráðherra,að  bótaþegar mundu ekki tapa á þessari breytingu,þeir yrðu tryggðir bæði með belti og axlaböndum. En  það fór á annan veg. Það er búið að hafa af öldruðum tugi milljarða í bótum síðan.

    Um áramót fengu aldraðir einnig hungrulús. Þá   hækkuðu bætur um 4000  kr.  vegna samkomulags Landssambands eldri borgara og þáverandi ríkisstjórnar,sem gert var 2006. Stefna fyrri stjórnar og núverandi virðist vera að láta eldri borgara fá eins lítið og mögulegt er. Það er enginn rausnarskapur þegar eldri borgarar eiga í hlut.

    Björgvin Guðmundsson


    mbl.is Bætur hækka um 3 til 4%
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    « Síðasta færsla | Næsta færsla »

    Athugasemdir

    1 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

    Sæll Björgvin

    Ég er alveg sammála þér, hér er verið að veita lífeyrisþegum sem eru með lægstu tekjurnar ölmusu, rétt eina ferðina enn, 3-4% í viðbót við 3,5% hækkun sem þeir fengu um áramóti. Aðrir fá 15-20% en þeir fátækustu 6,5-7,5% hækkun. Þessu ölmussa sem öryrkjum og öldruðum er rétt dugar varla fyrir þeim auknu álögum sem heilbrigðismálaráðherra skellti á þá um áramótin, með því að hækka gjöld þeirra vegna lækniskostnaðar. Sú breyting sem varð á því kerfinu varð reyndar þannig að aldraðir og öryrkjar greiddu hærri gjöld vegna læknisþjónustu , til að hægt væri að fella þau gjöld niður hjá börnum. Ömmur, afar og öryrkjar borga gjöldin fyrir börnin. 

    Kær kveðja Ingunn 

    Ingunn Jóna Gísladóttir, 21.2.2008 kl. 12:29

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband