Danir níða niður íslensku bankana

Skuldatryggingarálag íslensku bankanna heldur áfram að hækka og hið sama á við um íslenska ríkið en álag á skuldabréf þess hefur nær þrefaldast frá áramótum. Í upphafi árs var álagið 64,7 punktar (100 punktar jafngilda einu prósentustigi) en í fyrradag var það 185 punktar.

Þessi þróun er athyglisverð í ljósi þess að ríkissjóður er nánast skuldlaus auk þess sem komið hefur fram að ekki verði ráðist í neina skuldabréfaútgáfu á alþjóðlegum markaði á árinu. Verður því að gera ráð fyrir að hér sé um smitáhrif að ræða, t.d. að fjárfestar óttist að lendi íslensku bankarnir í vandræðum gæti ríkið þurft að grípa til skuldabréfaútgáfu til þess að koma þeim til hjálpar.

Skuldatryggingaálag íslensku bankanna hélt áfram að hækka í gær og var það komið í  625 punkta hjá Kaupþingi, 570 punkta  hjá Glitni og 350  hjá Landsbankanum.Börsen vitnaði í gær í aðalhagfræðing  Saxo Bank í Danmörku sem hafði sagt,að líkurnar á  því að Kaupþing yrði gjaldþrota á árinu hefðu aldrei verið meiri. Sigurður Einarsson stjórnarformaður KAUPÞINGS fordæmdi skrif Börsen og sagði,að  lausafjárstaða Kaupþings væi mjög góð eða 13,5 milljarðar evra en uppgreiðslur á þessu ári næmu 3,5 milljörðum.Hann sagði því að staða Kaupþings væri sterk.

Ljóst er þó að skrif eins og þessi í  Börsen geta skaðað

islensku bankana. Forsætisráðherra hefur ráðið Finn Sveinbörnsson,sem ráðgjafa en hann var áður  framkvæmdastjóri sambands sparisjóða og þekkir vel bankakerfið. Er ljóst,að ríkisstjórnin hefur mál bankanna til athugunar.

Ljóst er ,að staða bankanna hefur versnað mikið. Þeir verða að taka sér tak og skera niður. Glitnir sýnir gott fordæmi með því að skera niður laun stjórnenda. Aðrir bankar ættu að fylgja fordæmi  þess banka.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Bankarnir smita ríkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband