Vilja afnema skerðingu tryggingabóta vegna lífeyrissjóðstekna

Alþingi  ræddi í dag frumvarp  félagsmálaráðherra um að lögfesta ýmis atriði úr yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 5.desember sl. Urðu miklar almenningar umræður um almannatryggingar  af því tilefni. Töldu margir þingmenn,að alltof  stutt skref væri stigið með þessum aðgerðum. Meðal þess sem var gagnrýnt við umræðuna var ,að ekki væri afnumin skerðing á tryggingabótum vegna lífeyrissjóðstekna.Þingmennirnir  Guðjón Arnar  og Ellert B. Schram  gagnrýndu þetta atriði báðir.Guðjón Arnar sagði,að talað væri um, að lífeyrissjóðstekjur væru atvinnutengdar tekjur og þess vegna væri skattur af þeim 35,7% í stað 10 % eins og af fjármagnstekjum. En  ef fallast ætti á að lífeyrissjóðstekjur væru atvinnutengdar ættu sömu reglur að gilda um þær og atvinnutekjur varðandi skerðingu tryggingabóta. Á sama hátt og afnumin væri skerðing bóta vegna atvinnutekna ætti að afnema skerðingu vegna lífeyrissjóðstekna.

Jóhanna Sigurðardóttir ráðherra sagði ,að frumvarpið fæli  í sér fyrsta skref  lagfæringa fyrir eldri borgara og öryrkja. En gera þyrfti miklu betur. 130 þús. kr. ellilífeyrir til  þeirra,sem ekki væru í lífeyrissjóði væri skammarlega lágur.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og nú fer maður að spyrja sig að því hvort Samfylkingin sé bara styrktaraðili Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn?

Árni Gunnarsson, 21.2.2008 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband