Laugardagur, 23. febrúar 2008
Geir fjallar um bankana
Það hefur verið hluti af þeirra viðskiptamódeli, ef svo mætti segja, og við þær aðstæður sem komnar eru upp getur það skapað erfiðleika. En ég býst nú við því að flestar fjárfestingar bankanna erlendis hafi verið góðar í þeim skilningi að þær skili ávöxtun og þá eru þær ábyggilega góð söluvara ef á þarf að halda á nýjan leik. Sumir hafa sagt að þetta viðskiptamódel feli í sér ábyrgðarleysi en ég vil ekki taka mér það orð í munn. En menn hafa verið djarfir, segir Geir við sunnudagsblað Morgunblaðsins.
Geir hefur nú ráðið Finn Sveinbjörnsson,sem ráðgjafa sinn. Hann var áður framkvæmdastóri sparisjóðabankans.Finnur á að taka sérstaklega til meðferðar "bankakrísuna",.þ.e. hið háa skuldatryggingarálag bankanna og hvað unnt er að gera til þess að bæta ímynd bankanna erlendis.Hvað getur ríkið gert til þess að aðstoða bankana,annað en að veita þeim ábyrgð. Ríkisstjórnin veit,að erfiðleikar bankanna eru grafalvarlegt mál. Þegar hefur verið ætt um að halda uppi kynningarstarfsemi erlendis og flytja réttar upplýsingar um stöðu bankanna. Nóg er af röngum upplýsingum um stöðu þeirra í erlendum blöðum
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Menn hafa verið djarfir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er að sjálfsögðu grafalvarlegt mál að gefa rangar upplýsingar um Ísland í erlendum blöðum. Mér finnst líka grafalvarlegt mál að það er eins og stýrivextir Seðlabanka séu ekkert tengdir fjármálastjórn í landinu! Mér dettur helst í hug að þessir ofsalegu stýrivextir Seðlabanka eigi stóran hluta í að gera almenna banka torkennilega í augum útlendinga. Það heyrist ekki orð um skýringar frá Davíð um hvaða rök séu fyrir þessum háu stýrivöxtum. Engin þorir líklegast að tala við þann mann heldur. Hann hagar sér eins og einræðisherra og eru það sögulegustu mistök í íslensku fjármálakerfi að láta mann eins og Davíð í sæti Seðlabankastjóra. Seðlabanki á stóran þátt í að gera íslenska banka og fjárhagskerfið í heild sinni, með því halda uppi vöxtum sem er úr öllu samhengi við fjármálastjórn, torkennilegt og vekja vantrú á Íslensku efnagskerfi. Davíð framleiðir villandi upplýsingar til útlendinga með þessu gáttalagi sínu, og engin segir neitt! Það er tilfinning mín að allir stjórnmálamenn, embættismenn og jafnvel starfsmenn banka, séu hræddir við þennan ofstopamann. Er ekki ráð að fá mann í þetta mikilvæga starf sem kann eitthvað í fjármálum?
Óskar Arnórsson, 23.2.2008 kl. 20:17
Dálitið seint eftir að hann og það tómaðasta sem hægt var að finna raðaðii sér í efnahags- og peningastjór landsins.
Baldur Fjölnisson, 23.2.2008 kl. 22:33
Óskar, það er hefð fyrir því að forsætiráðherrar fáið að vera seðlabankastjórar ef þeir óska þess. Undanteknig á þessu var að Þorsteinn Pálsson var gerður að sendiherra.
Sigurður Þórðarson, 24.2.2008 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.