Sunnudagur, 24. febrúar 2008
Geir vill álver bæði í Helguvik og við Bakka
Geir Haarde segist telja, að það væri mjög heppilegt fyrir þjóðarbúskapinn, eins og horfurnar eru núna, að stórframkvæmdir á borð við Helguvík færu af stað og sama má segja um fyrirhugaðar stórframkvæmdir á Bakka við Húsavík sem að öllum líkindum yrðu tveimur árum síðar. Ekki sé því talað um að allt fari í gang samtímis. Vitað sé af fleiri hugsanlegum orkukaupendum, svo sem Alcan í Straumsvík, netþjónabúi á Keflavíkurflugvelli og fyrirtækjum sem vilji byggja upp starfsemi í Þorlákshöfn.
Út frá sjónarmiðum um efnahagslegt jafnvægi, sem ríkisstjórninni ber að stefna að, verður að beita almennum aðgerðum til að stýra þessu, ekki banna einum að byggja en ekki öðrum.
Aðild að ESB er engin lausn á þeim vanda sem blasir við í efnahagslífinu, að sögn Geirs, vegna þess að það tæki mörg ár að undirbúa aðild að ESB og myntbandalaginu ef menn tækju stefnuna á það. Smæð krónunnar sem gjaldmiðils sé ókostur. En samt ekki eins mikill ókostur og myndi fylgja ESB-aðild eins og sakir standa.
Þetta kemur fram hjá Geir Haarde í stóru viðtali í Mbl. í dag. Hann kveðst þar ánægður með stjórnarsamstarfið.Ekki er að heyra á Geir í viðtalinu að hann vilji breyta neittt kvótakerfinu þrátt fyrir úrskurð Mannréttindanefndar Sþ. Helst er á honum að skilja,að það megi stinga hausnum í sandinn. Það' eina sem hann finnur athugavert við kvótakerfið er byggðakvótinn. Hann tekur aðeins til 3 % af aflaheimildum þannig,að hann vigtar lítið. Sem svar við úrskurði Mannréttindanefndar Sþ. skiptir byggðakvótinn engu máli. Það verður að setja mikið meira af aflaheimildum á uppboðsmarkað,helst þær allar en a.m.k. helming. til þess að svara gagnrýni Mannréttindanefndar Sþ.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.