Sunnudagur, 24. febrúar 2008
Sjálfstæðisflokkurinn hefur endurheimt fylgistapið
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 40,1% í nýrri skoðanakönnun, sem Fréttablaðið birtir í dag. Hefur fylgi flokksins aukist um þrjár prósentur frá könnun, sem blaðið birti fyrir mánuði. Fylgi Samfylkingarinnar mælist 35,2% sem er svipað og flokkurinn fékk í síðustu könnun blaðsins.Framsókn heldur áfram að tapa.
Þessi könnun hlýtur að vekja mikla athygli,þar eð því hefur verið haldið fram,að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tapað fylgi á landsvísu vegna Villamálsins en flokkurinn virðist hafa endurheimt fylgið. Samfylklngin kemur einnig vel út. Fróðlegt verður að sjá næstu Gallup könnun, þar eð kannanir Gallups eru alltaf nokkuð frábrugðnar könnunum Fréttablaðsins.
Það athyglisverða við þessa könnn Fréttablaðsins er að stjórnarflokkarnir fá þetta mikla fylgi enda þótt þeir hafi lítið gert. Stjórnin heldur sjó og framkvæmir sáralítið en samt er fólkið ánægt. Sjálfsagt spila nýju kjarasamningarnir inn í þessa nýju könnun. Það virðist almenn ánægja með þá.Ríkisstjórnin hefur einnig gott lag á því að gera mikið úr litlu,breiða úr því sem lítið er og nota það jafnvel tvisvar.
Björgvin Guðmundsson
Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, tek undir það að næsta Gallup könnun verður fróðleg. Kannanir að undanförnu hafa verið misvísandi og því varasamt að draga of miklar ályktanir af þeim að mínu mati. Það athyglisverðasta við þessa könnun Fréttablaðsins er þó það að fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sé rúmlega 40% í ljósi atburðanna á undanförnum vikum. En já, Gallup könnunin verður fróðleg. Hún er væntanlega í vinnslu núna.
Hjörtur J. Guðmundsson, 24.2.2008 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.