Sunnudagur, 24. febrúar 2008
Vilhjálmur vill vera oddviti áfram en hætta sem borgarstjóri
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, leiðtogi Sjálfstæðisflokksins, mun sitja áfram sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, en líklega ekki taka sæti borgarstjóra að ári eins og til stóð.
Sátt náðist um málið innan borgarstjórnarflokksins um helgina og mun Vilhjálmur tilkynna um ákvörðun sína með borgarfulltrúum og varaborgarfulltrúum síðdegis.
Sáttin felst í því að taka ekki ákvörðun um það að svo stöddu hver tekur við sæti borgarstjóra að ári heldur verður haldið um það sérstakt prófkjör innan borgarstjórnarflokksins. Jón Kristinn Snæhólm sem var aðstoðarmaður Vilhjálms þegar hann var borgarstjóri stakk upp á að þessi leið yrði farin í þættinum Hrafnaþing á sjónvarpsstöðinni ÍNN á fimmtudag. Reyndist hún vera sú eina sem allir borgarfulltrúar gátu sæst á sem og formaður og varaformaður flokksins.
Þessi ákvörðun kemur nokkuð á óvart ,þar eð búist var við því að annað hvort tæki Vilhjálmur við embætti borgarstjóra og héldi leiðtogasætinu eða hætti hvoru tveggja. Ljóst er að forusta flokksins hefur þvingað Vilhjálm til þess að falla frá borgarstjóraemættinu á þeim forsendum,að fylgi flokksins væri að minnka vegna Vilhjálms en síðan kom ný könnun í dag sem sýndi Sjálfstæðisflokkinn með óbreytt fylgi. Villi var því of fljótur á sér.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.