Þriðjudagur, 26. febrúar 2008
Verðbólgan eykst á ný
Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,38% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 1,55% frá janúar. Síðastliðna tólf mánuði (miðað við verðlag í upphafi mánaðar í fyrra en um miðjan mánuð nú) hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6,8% . Verðbólgan hefur ekki mælst jafn mikil síðan í febrúar á síðasta ári er hún var 7,4% en taka verður tillit til þess að þann 1. mars lækkaði virðisaukaskattur á matvæli.Verðbólgan var 5,8% um miðjan janúar.
Verðbólga hefur ekki mælst undir 2,5% markmiði Seðlabanka Íslands frá því í apríl 2004.
Fastskattavísitala neysluverðs hefur hækkað um 8,7% síðastliðna tólf mánuði og fastskattavísitala neysluverðs án húsnæðis um 6,4%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,3% sem jafngildir 9,3% verðbólgu á ári (8,6% fyrir vísitöluna án húsnæðis).
Ljóst er af framangeindu,að barátta Seðlabankans gegn verðbólgunni ber engan árangur. Bankinn heldur vöxtum himinháum til þess að halda verðbólgu niðri en án árangurs. Eini árangurinn er mjög hátt gengi krónunnar,sem skaðar útflutningsatvinnuvegina.
Björgvin Guðmundsson
Verðbólga mælist 6,8% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.