Ekki evra án aðildar að ESB


 

Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði að loknum fundum sínum með forystumönnum Evrópusambandsins í Brussel í dag að það hefði komið skýrt fram að Evrópusambandið væri andsnúið því að ríki utan sambandsins tækju einhliða upp evru.
Ef Ísland tæki upp evru einhliða gæti það jafnvel haft í för með sér pólitíska erfiðleika í samstarfi Íslands og ESB. Geir sagðist þar eiga við að ESB gæti torveldað samstarf á sviði EES og Schengen-samninganna.

Þar með er það staðfest,að Ísland getur ekki einhliða tekið upp evru. Mér kemur þetta ekki í óvart,þar eð Norðmenn fengu nákvæmlega sömu upplýsingar þegar þeir leituðu eftir einhliða upptöku evru fyrir 8-10  árum. Bondevik þá forsætisráðherra Noregs fór þá til Brussel og leitaði eftir samþykki við því að Noregur tæki upp evru án aðilar að ESB. En hann fékk nákvæmlega sömu svör og Geir Haarde í Brussel. Þess vegna  hefur umræðan um evruna verið á villigötum hér síðustu misserin. Evra verður ekki tekin upp án aðildar að ESB.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


mbl.is Geir: Einhliða upptaka evru gæti þýtt pólitíska erfiðleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband