Fimmtudagur, 28. febrúar 2008
Lánshæfismat bankanna lækkað
Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfismat íslensku viðskiptabankanna þriggja. Er langtímaeinkunn Kaupþings lækkuð um einn flokk, úr Aa3 í A1, en einkunn Glitnis og Landsbankans um 2 flokka, í A2.
Þessi breyting kemur ekki á óvart. Skuldatryggingarálag íslensku bankanna erlendis hefur hækkað undanfarið.Lántökur þeirra erlendis eru orðnar mjög dýrar og taka bankarnir lítil sem engin lán erlendis um þessar mundir.Þetta skapar bönkunum erfiðleika enda þótt hagnaður þeirra hafi verið mikill sl. ár og lausafjárstaða þeirra sé góð. En ljóst er,að bankarnir verða að hagræða verulega í resktri sínum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.