Föstudagur, 29. febrúar 2008
Ólögmætt að OR kaupi 14,65% í Hitaveitu Suðurnesja
Það er alveg ljóst að ef þessi kaup brjóta í bága við samkeppnislög að mati samkeppniseftirlitsins þá verður ekkert af þeim, segir Júlíus Vífill Ingvarsson, stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur (OR), um frumúrskurð Samkeppnisyfirvalda vegna fyrirhugaðra kaupa OR á 14,65 prósent hlut Hafnarfjarðar í Hitaveitu Suðurnesja (HS).
Samkvæmt úrskurðinum telur Samkeppniseftirlitið að það myndi stangast á við lög að OR eigi yfir 30 prósent hlut í HS. Aðilar málsins hafa frest til 10. mars til að skila andmælum vegna málsins.
Orkuveitan hafði áður keypt hlut í Hitaveitu Suðurnesja.
Það er að mínu mati ágætt að samkeppnisyfirvöld stöðvu frekari kaup OR
i Hitaveitu Suðurnesja. Ég sé ekki hvers vegna nota á fjármuni okkar Reykvíkinga til þess að fjárfesta í hitaveitu á Suðurnesjum. Sennilega hefðu samkeppnisyfirvöld stöðvað samruna REI og Geysis Green Energy.
Björgvin Guðmundsson
OR kaupir ekki í óþökk laga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.