Erlendar skuldir Íslands með þeim mestu í heimi

Samkvæmt hagtölum Seðlabankans námu  erlendar skuldir Íslands   alls  7255 milljörðum  króna  á þriðja ársfjórðungi 2007 en erlendu eignirnar  5878 millörðum.Íslendingar skulda 1377 millörðum meira erlendis en þeir eiga.Eru þessar skuldir með því mesta  sem þekkist hjá þjóðum. Íslenska útrásin er  að mestu leyti fjármögnuð með lánsfé. Við þetta bætist mikill viðskiptahalli en hann er að vísu að miklu leyti tilkominn vegna  raforkuframkvæmda og álframleiðslu.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband