OECD gagnýnir ríkisstjórnina

Fulltrúar OECD voru hér á ferð fyrir nokkrum dögum. Ársskýrsla OECD um Ísland er komin

út. OECD gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að gera ekki nægilegar ráðstafanir til  þess að koma á jafnvægi í efnahagsmálum. Segir OECD ,að þenslueinkenni  í hagkerfinu á sl. ári hafi verið stórlega vanmetin,bæði af ríkisstjórn og Seðlabanka. Af þeim sökum hafi verið slakað  of mikið á aðhaldi í ríkisfjármálum.Seðlabankinn hafi hækkað stýrivexti sína of seint. Fulltrúi OECD sagði,að vegna mikillar skuldsetningar íslensku þjóðarinnar erlendis væro hagkerfið berskjaldað gagnvart hinni alþjóðlegu lánakreppu.Íslenskui bankarnir væru hins vegar vel stæðir. OECD segir,að  ekki bendi margt til að efnahagslegur samdráttur sé framundan en  hagkerfið  muni vissulega kólna á næstunni.OECD telur að veita verði áfram peningalegt aðhald og að ekki verði unnt að lækka  stýrivexti fyrr en síðar á árinu.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband