Laugardagur, 1. mars 2008
Samfylkingin með 35%
Ný fylgiskönnun Capacent sýnir að Samfylkingin er enn að styrkja stöðu sína í ríkisstjórnarsamstarfinu. Fylgi hennar eykst nú úr 31% í 35% og hefur ekki verið meira í heil 5 ár. Munurinn á fylgi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks er nú aðeins 3%. Það er athyglisvert samkvæmt þessari könnun að Samfylkingin og VG eru með nauman meirihluta eða 51% fylgi meðal þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.