Laugardagur, 1. mars 2008
Pólitíkin í borgarstjórn komin á lágt plan
Pólitíkin í borgarstjórn er komin á mjög lágt plan..Aðeins 9% treysta borgarstjórn.Ég fullyrði, að það sem hefur gerst í borgarstjórn hefði verið óhugsandi,að gerðist þar fyrir nokkrum áratugum. Þá héldu samningar, sem gerðir höfðu verið.Stjórnmálamenn stóðu við gerða samninga. Árið 1978 féll meirihluti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn eftir langt ósitið valdaskeið Sjálfstæðisflokksins. Alþýðuflokkur,Alþýðubandalag og Framsókn mynduðu þá nýjan meirihluta. Það, sem nú hefur gerst, er svipað og eftirfarandi hefði gerst 1978: Sjálfstæðisflokkurinn hefði gengið á eftir fulltrúum hins nýja meirihluta í borgarstjórn og boðið einhverjum þeirra stól borgarstjóra út á það,að sá hinn sami mundi ganga til meirihlutasamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og sprengja " vinstri meirihlutann"..Mönnum þykir þetta fráleitt þegar þeir lesa þetta í dag og vissulega er það fráleitt.Í fyrsta lagi hefði Sjálfstæðisflokkur þess tíma aldrei lagst svo lágt að reyna slík bolabrögð sem þau að reyna að fá einhvern fulltrúa hins nýjs meirihluta til fylgis við sig. Í öðru lagi hefði ekki þýtt að nefna slíkt við neinn fulltrúa nýs meirihluta á þeim tíma.Engar vegtyllur hefðu á þeim tíma vegið þyngra en málefnin og gerðir samningar, ekki einu sinni stóll borgarstjóra..
Hvernig stendur á því, að það sem var óhugsandi fyrir 30 árum í borgarstjórn gerist nú og vissir borgarfulltrúar telja það sjálfsagt. Hefur siðferði í stjórnmálum hrakað sona mikið? Svarið er já.Hafa gerðir samningar ekki lengur neitt gildi? Hefur traust manna í milli ekki lengur neitt gildi? Svo virðist sem svara verði þesum síðari spurningum neitandi. Siðferði í stjórnmálum hefur hrakað og traust manna í milli er ekki það sama og áður var. Ég tel,að almenn lausung í þjóðfélaginu eigi hér nokkra sök,einnig græðgisvæðingin og peningahyggjan.Ef stjórnmálamenn ekki taka sig á og breyta þessari óheillaþróun þá missa kjósendur allt traust á stjórnmálamönnum. Nátengt þessu er einnig virðing fyrir kjósendum og kosningaloforðum. Það verður að standa við kosningaloforðin og virða kjósendur.
Sjálfstæðismenn segja, að það sem gerðist þegar þeir mynduðu meirihluta með Ólafi F.Magnússyni,sé aðeins hið sama eða svipað og þegar Björn Ingi myndaði meirihluta með vinstri flokkunum.En það er ekki rétt.Þegar meirihluti Sjálfstæðismanna og Framsóknar sprakk var búinn að vera mikill málefnaágreiningur um langt skeið og ekki aðeins á milli þessara flokka, heldur einnig innan Sjálfstæðisflokksins. Svo virtist þá sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins væru að snúast gegn foringja sínum,Vilhjálmi,borgarstjóra,a.m.k. fóru þeir á fund Geirs Haarde formanns og kvörtuðu undan Vilhjálmi.Mikill málefnaágreiningur var þá um Orkuveitu Reykjavíkur og REI. En nú aftur á móti var enginn málefnaágreiningur innan meirihluta Samfylkingar,Framsóknar,VG og F-listans. Ólafur F. Magnússon dró ekki upp nein mál innan meirihlutans,sem hann var ósáttur við. Hann segir aðeins eftir á, að hann hafi ekki fengið framgengt nógu af málum og ekki nóg áhrif í nefndum en hann valdi sjálfur að vera fremur forseti borgarstjórnar en að fá margar nefndir.Ólafur vildi sem sagt fremur fá vegtyllu en völd og kvartar svo eftir á.Ekki varð þess vart, að Ólafur væri óánægður með meirihlutann. Það kom hvergi fram enda var hann sjálfur guðfaðir meirihlutans. Hann hafði fyrstur fulltrúa annarra flokka samband við Dag B.Eggertsson og Samfylkinguna til þess að leggja til að myndaður yrði nýr meirihluti undir forustu Samfylkingarinnar eftir að Framsókn sagði skilið við Sjálfstæðisflokkinn.En siðferðisþrek Ólafs var ekki meira en það, að þremur mánuðum síðar slítur hann því samstarfi sem hann stofnaði sjálfur til! Sjálfstæðisflokkuinn gekk á eftir honum allan tímann með gylliboðum og þegar flokkurinn bauð honum borgarstjórastólinn lét hann undan.
Björgvin Guðmundsson
borgarfulltrúi 1970-1982
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.