Iðnskólinn einkarekinn!

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, skrifar í dag undir samning við Menntafélagið um yfirtöku á rekstri Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskóla Íslands. Fjallað var um samninginn á ríkisstjórnarfundi í morgun. 

Samningurinn er til fimm ára og gildir frá 1. júlí 2008. Skólinn verður stærsti framhaldsskóli landsins með vel á þriðja þúsund nemendur, 250 starfsmenn og yfir 40 námsbrautir.

Námsframboð í hinum nýja skóla verður óbreytt til að byrja með en samið verður um þróun námsframboðs í skólasamningi og komið á fót samráðshópi menntamálaráðuneytis og skólans um skólaþróun.

Viðræður um sameiningu skólanna hafa staðið í á annað ár. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu verður öllum fastráðnum starfsmönnum Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskóla Íslands boðið starf við hinn nýja skóla og halda þeir réttindum sínum og kjörum óskertum. Nemendur sem stunda nám við Fjöltækniskóla Íslands og Iðnskólann í Reykjavík við gildistöku samningsins eiga rétt til að ljúka skilgreindu námi skv. aðalnámskrá framhaldsskóla.

Menntafélagið er í eigu Samtaka iðnaðarins, Landssambands íslenskra útvegsmanna, Samorku, Sambands íslenskra kaupskipaútgerða og Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík og hefur félagið annast rekstur Fjöltækniskóla Íslands með samningi við menntamálaráðuneyti frá árinu 2003. Menntafélagið er ekki rekið í ágóðaskyni heldur rennur allur hugsanlegur ágóði af rekstri þess beint í skólareksturinn.

Samkvæmt samþykktum félagsins munu eigendur þess í upphafi leggja fram 100 milljónir króna til þróunarstarfs í skólanum.

Fram kom,að ríkið mundi greiða til skólans svipað framlag á  hvern nemanda og það greiðir á nemendur í Verslunarskólanum. Spurningin er þessi: Hvers vegna  er verið að breyta rekstrarformi skólans. Er það til þess að unnt sé að segja,að skólinn sé einkarekinn? Fjárhagslegur ávinningur er enginn fyrir ríki. Það verður að greiða jafnmikið til skólans og áður. Ég spái því hins vegar,að ekki líði á löngu til  há skólagjöld verði lögð á nemendur.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Menntafélagið yfirtekur rekstur skóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég verð að segja að ég græt ekki þessi tíðindi. ég er þó ekki fallinn í algera alsælu heldur. hafandi stundað nám í IR fagna ég því að samtök iðnaðarmanna komi nær rekstrinum, sem og alvinnulífið sjálft. máske það hafi áhrif á skólagjöld, en vonandi og væntanlega einnig á gæði námsins. menn fengju kannski meira fyrir peninginn.

Brjánn Guðjónsson, 2.3.2008 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband