Sunnudagur, 2. mars 2008
OECD á móti álverksmiðju
Í nýrri skýrslu frá OECD um íslensk efnahagsmál er mælt gegn stóriðjuframkvæmdum á næstunni. Þar er talið óheppilegt að fara af stað með slíkar framkvæmdir áður en náðst hefur þolanlegt jafnvægi í hagkerfinu og Íslendingar brýndir til að taka umhverfisáhrif og langtímaáhrif á atvinnulíf og byggðir með í reikninginn þegar könnuð er hagkvæmni stóriðju.
Ljóst er,að hörð átök eru framundan um næstu álverksmiðju. Aðeins er rúm fyrir eina verksmiðja samkvæmt Kyotobókuninni. Spurningin er aðeins sú hvaða verksmiðja verður fyrir valinu. Eða hvort farið verður að ráðum OECD og ný verksmiðja slegin út af borðinu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.