Lúðvík Hermannsson

Í gær birtist mikið viðtal við Lúðvík Gissurarson  ( Hermannsson) í  24 stundum um baráttu hans fyrir því að fá hið rétta faðerni sitt viðurkennt.Þetta var mjög skemmtilegt viðtal  og enda þótt ég hefði heyrt margt áður,sem fram kom í viðtalinu,þar eð við Lúðvík erum góðir vinir,þá fannst mér mjög fróðlegt og skemmtilegt að lesa það allt í réttu samhengi. Lúðvík lýsir vel baráttu sinni fyrir dómstólunum en  málið reyndi mikið á hann. Fjölskylda hans stóð mjög vel með honum í málinu.Allt fra 3 eða 4ra ára aldri vissi Lúðvík,að hann væri sonur Hermanns Jónassonar. Móðir hans sagði honum það strax þegar hann var í barnæsku.

Ég frétti það,þegar ég var í Menntaskólanum í Reykjavík,að Lúðvík væri sonur Hermanns.Ég var eitt sinn á þeim árum staddur í Austurstræti á tali  við vin minn og skólabróður,Sigurð heitinn Pétursson. Þá sáum við Hermann Jónasson koma gangandi  eftir gangstéttinni öðru megin Austurstrætis og Lúðvík Gissurarson  koma gangandi eftir gangstéttinni hinum megin strætisins. Ég sagði  þá við Sigurð:  Þarna kemur Lúðvík Gissurarson. En Sigurður sagði þá: Þarna  kemur Lúðvík Hermannsson. Og sjáðu bara hvað þeir Lúðvík og Hermann eru líkir. Og ég leit á þá báða  og sá í einu vetfangi að þeir voru sláandi  líkir. Ég skrifaði grein um þetta mál í Fréttablaðið undir fyrirsögninni: Lúðvík Hermannsson.  Lúðvík var mjög ánægður með að  skyldi skrifa þessa blaðagrein á meðan hann stóð i málarekstrinum. Hann taldi öll gögn og upplýsingar frá fyrri tíð koma að haldi  í málinu.

Lúðvík stóð sig mjög vel í málarekstrinum,þegar hann var að berjast fyrir því að fá sitt rétta faðerni viðurkennt.Ég óska honum til hamingju með sigur í málinu.

 

 Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband