Sunnudagur, 2. mars 2008
Minni framlög einkaðila til menningar
Morgunblaðið leggur allt Reykjavíkurbréfið í dag undir menningarmál. M.a. er þar rætt um framlög einkaaðila til menningarmála.Fram kemur,að framlög einkageirans til menningarinnar séu farin að minnka vegna verri afkomu einkafyrirtækja en áður.Einkafyrirtæki hafa verið mjög rausnarleg við ýmis menningarverkefni að undanförnu. Sl. ár létu einkaaðilar 40 milljónir til listahátíðar í Reykjavík en heildarkostnaður við hátíðina var þá 150 milljónir. Alls létu einkaaðilar Steingrím Eyfjörð fá 27 millj.kr.. í styrki vegna farar hans á Feneyjartvíæringinn.Og þannig mættí áfram telja.Mbl. hefur áhyggjur af því að framlög til menningarstarfsemi dragist nú saman vegna verra árferðis. Undir þær áhyggjur má taka. Hið opinbera verður þá að standa betur í ístaðinu vegna menningarstarfsemi.
Sjá: www.mummi.info
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála
Sigurður Þórðarson, 2.3.2008 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.