Einar K. vill álver

 

Einar Kr. Guðfinnsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, segir að það eigi að fara út í stóriðjuframkvæmdir en ekki væri gott að hefja þær nú á þessari stundu vegna þess ástands sem nú ríkir. hann segir þær eigi rétt á sér en hann telur að ekki sé hægt að fara í tvennar framkvæmdir á sama tíma, þær verði að koma í réttri tímaröð. 

Í umræðu um efnahagsmál í Silfri Egils í dag í Sjónvarpinu sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar,  að innganga í Evrópusambandið muni bjarga miklu í efnahagsmálum landsins. Ekki eingöngu til lengri tíma litið heldur einnig til styttri tíma litið. 

Ljóst er að áróðurinn fyriir inngöngu í ESB eykst,sérstaklega nú þegar menn gera sér ljóst,að ekki er unnt að taka upp evru án aðildar.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Styður áframhaldandi stóriðjuframkvæmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband