Skrípakosningar í Rússlandi

Allt bendir til þess að Dmítrí Medvedev, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands hafi unnið stórsigur í forsetakosningum sem fram fóru í landinu í dag. Samkvæmt útgönguspám hefur hann fengið um 70% atkvæða en kjörsókn var rúmlega 60%. Alls voru um 109 milljónir á kjörskrá. 
Að mínu mati hefur hér verið um algerar skrípakosningar að ræða. Putin  valdi mann í framboð sem er honum algerlega undirgefinn og mun fara að vilja Putin í einu og öllu. Þegar hefur verið upplýst,að Putin verður skipaður forsætisráðherra. Medvedev neitaði að taka þátt í kappræðum,hefur ekki treyst sér til þess.Aðgangur  annarra frambjóðenda að sjónvarpi var takmarkaður.Ekki var heldur leyft fullkomið eftirlit með kosningunum. Svo virðist sem Rússland stefni hraðbyri til einræðis.
Björgvin Guðmundsson

mbl.is Medvedev kjörinn forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll, Björgvin !

Hygg; að Rússum henti betur sitt lag, á stjórn sinna mála, en að elta ólar, við einhverjum vestrænum ''lýðræðis'' forskriftum, að nokkru.

Lítum; sem snöggvast, hingað heim og sjáum, hversu komið er málum, í okkar ''lýðræðis'' dásemdum frjálshyggju angurgapa Sjálfstæðisflokks, og Samfylkingar, svo tekið sé, til samanburðar nokkurs.

Rússar gera þó meira, en að tala um hlutina - þeir FRAMKVÆMA Björgvin minn !

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 20:40

2 identicon

Ég er giftur rússneskri konu og eftir því sem ég heyri bæði frá henni og eins fréttir frá fjölskyldu hennar í Moskvu og Sant Pétursborg þá eru allir ánægir með stjórn Plutins og þau stórbættu lífskjör sem rússneska þjóðin hefur fengið í valdatíð hans.Auðvita eru stjórnvöld á vesturlöndum vonsvikin yfir uppgangi Rússa og sjálfstæði,þau vonuðust til að Rússland yrði þriðja flokks ríki sem þau gætu ráðskast með að vild en Plutin hefur gert þeim ljóst að Rússland er og verður áfram land sem koma skal fram við af virðingu.Hvort kosningarnar fóru fram að vestrænni fyrirmynd gefa Rússar lítið fyrir.Og við íslendingar ætum að hafa áhyggjur að eigin málum frekar en að blanda okkur í innanríkismál þjóða sem eiga sögu sem við ekki skiljum.Hér á íslandi væri nær fyrir fólk að hafa áhyggjur að mannréttindabrotum íslenskra stjórnvalda síðustu 20 árin eða svo á íslenskum sjómönnum sem í dag 3 mars 2008 er engin endir eða leiðrétting komin á.

Jon Mag (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband