Uppsagnir í fyrirtækjum byrjaðar

Líftæknifyrirtækið deCode hefur sagt upp 60 starfsmönnum. Helmingur þeirra mun hætta störfum samstundis en samkvæmt fréttum RÚV sagði forstjóri fyrirtækisins, Kári Stefánsson að þetta væri ábyrg og eðlileg ákvörðun.

Hann sagði að erfitt væri orðið að útvega erlend lán til reksturs fyrirtækisins.

Fyrir uppsagnirnar störfuðu 440 manns hjá deCode en RÚV hafði eftir Kára Stefánssyni að dótturfyrirtækið nCode verði selt í þessari sömu uppstokkun en flest störf tapast hér á Íslandi.

„Það þarf að herða beltið," sagði Kári Stefánsson í viðtali við Ríkissjónvarpið.

Þessar uppsagnir hjá deCode eru vísbending um það sem koma skal og er þegar komið. Fjármálafyrirtæki eru þegar byrjuð að segja upp og leggja niður deildir vegna kreppu á fjármálamarkaðnum og  þær aðgerðir munu aukast. Fiskvinnslufyrirtæki hafa verið   að segja upp fólki að undanförnu vegna  niðurskurðar aflaheimilda og þær uppsagnir munu aukast. Við erum að sigla inn  í samdráttatímabil.

 

 Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Fjöldauppsagnir hjá deCode
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband