Jafnréttisfrumvarp Jóhönnu samþykkt

      -->

Jafnréttisfrumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur er orðið að lögum frá alþingi – samþykkt samhljóða. með 42 atkvæðum þingmanna úr öllum flokkum. 

Mikilsverðustu breytingarnar í lögunum eru í fyrsta lagi að eftirlitsheimildir Jafnréttisstofu með framkvæmd laganna eru efldar og gerðar skýrari. Jafnréttisstofu er nú heimilt að fylgja ákvæðum laganna eftir með dagsektum í vissum tilvikum.

Í öðru lagi verða úrskurðir kærunefndar jafnréttismála bindandi fyrir málsaðila en hafa hingað til verið álitsgerðir eingöngu.

Í þriðja lagi er nú bönnuð skylda til launaleyndar með samningi eða samþykktum. Hverjum manni er nú heimilt að skýra frá launum sínum ef hann vill.

Í fjórða lagi verða jafnréttisáætlanir í stærri fyrirtækjum virkar, eftir því gengið að þær séu gerðar og hafi innihald.

Í fimmta lagi er ákvæði í lögunum um kynjakvóta í allar opinberar nefndir og ráð sem skipað er í.

Það er ánægjulegt að jafnréttisfrumvarpið skuli nú orðið að lögum. En spurningin er:Hvað gerist með samþykkt frumvarpsins:Ég tel t.d. að skylda hefði átt fyrirtæki til þess að upplýsa um laun. Ekki er nóg að afnema skyldu til launaleyndar með samningi.Máið er lagt í hendur launþegans. Hann á að ákveða hvort hann vilji upplýsa um laun sín.Hætt er við að það muni standa í mörgum.Allt fer eftir framkvæd laganna. Við höfum haft  í gildi lög lengi um að það eigi að vera launajafnrétti kynjanna. En lítið hefur gerst  í að framkvæma launajafnrétti. Það er vegna þess að ekkert er gert til þess að tryggja framvæmd laganna. Væntanlega verður nú breyting þar á.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband