Mánudagur, 3. mars 2008
Íbúðavextir bankanna geta farið í 7,8%
Vextir verðtryggðra húsnæðislána bankanna sem veitt voru haustið 2004 verða til fimm ára vaxtaendurskoðunar annað haust, haustið 2009, og gætu þá hækkað úr 4,15% vöxtum í 7,80%, að mati Ingólfs H. Ingólfssonar fjármálaráðgjafa. Það þýðir að mánaðarleg endurgreiðsla af 20 milljóna króna láni til 40 ára hækkar úr 100 þúsund kr. í 159 þúsund kr. eða um 59%.
Mönnum er í fersku minni,þegar bankarnir fóru inn á íbúðalánamarkaðinn 2004 og tóku að veita íbúðalán með lægri vöxtum en Íbúðalánasjóður. Þeir ætluðu að drepa Íbúðalánasjóð.Menn voru mjög hrifnir af framtaki bankanna og þustu þangað til þess að taka þessi hagstæðu lán .En þeir athuguðu ekki að það voru endurskoðunarákvæði í lánaskilmálum bankanna og nú er að koma að því,að það komi að endurskoðun vaxta. Það er engin miskunn hjá bönkunum. Þeir mun fara með vextina á íbúðalánunum upp í 7,8% og jafnvel hærra.Ekki líst mér á, að bankarnir væru einir með íbúðalán eins og þeir óska eftir.Þá mundu vextir þeirra rjúka upp úr öllu valdi.
Björgvin Guðmundsson
Veruleg vaxtahækkun við endurskoðun 2009 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.