Mánudagur, 3. mars 2008
Sjúkraliðar gagnrýna stjórnvöld fyrir aðgerðir í lífeyrismálum
Fundur félagstjórnar Sjúkraliðafélags Íslands segir að með fyrirhuguðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í lífeyrismálum sé enn gengið á rétt þeirra einstaklinga sem með ráðdeild og sparnaði hafi lagt til hliðar til elliáranna með greiðslum í lífeyrissjóði, sérstökum aldurstengdum lífeyrissparnaði og öðrum sparnaði.
Í ályktun fundarins segir að stjórn SLFÍ taki undir orð formanns Landsamtaka eftirlaunaþega Helga Hjálmarssonar, um yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar 5. desember 2007 að fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórnar Íslands til að bæta kjör aldraðra og öryrkja sé; OF LÍTIÐ OF SEINT.
Þá krefst fundurinn þess að stjórnvöld endurskoði nú þegar fyrirhugaðar aðgerðir í lífeyrismálum og mælir með því að lágmarkslífeyrir einstaklings verði 200 þús. krónur á mánuði. Lífeyrisþegar fái óskertan ellilífeyri auk annarra tengdra greiðslna almanntrygginga Tryggingastofnunar ríkisins. Greiðslur úr séreignasjóðum launþega verði skattlagðar sem fjármagnstekjur.
Tekið er undir sjónarmið sjúkraliða.Lífeyrisþegar eiga að fá óskértan lífeyri frá TR og lágmarklífeyrir á að vera 200-226þúsund kr. á mánuði.
Björgvin Guðmundsson
Aðgerðir í lífeyrismálum gagnrýndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.