Mánudagur, 3. mars 2008
Félagsmálaráðuneytið reynir að bæta aðstöðu geðfatlaðra
Átakið Straumhvörf, á vegum félagsmálaráðuneytis, er nú í fullum gangi en það snýst um að skapa búsetuúrræði fyrir geðfatlaða einstaklinga úti í samfélaginu og m.a. hafa verið notaðir til þess fjármunir sem fengust fyrir sölu Símans á sínum tíma. Átakið hefur gengið vel á landsbyggðinni en verr á höfuðborgarsvæðinu. Nú er málum svo háttað á Landspítalanum að ekki hefur verið hægt að útskrifa fólk sem lokið hefur endurhæfingu þar sem búsetuúrræði úti í samfélaginu hefur skort. Ef áætlanir Straumhvarfa ganga eftir á að útskrifa þá síðustu af sjúkrahúsinu út í samfélagið árið 2010.
Málefni geðfatlaðra snerta félagsmálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti og jafnvel menntamálaráðuneyti. Á meðan viðkomandi er á sjúkrahúsi eða stofnun sem fellur undir heilbrigðisráðuneyti er hann í umsjá heilbrigðisráðuneytis. Þegar búsetuúrræði úti í samfélaginu er fengið tekur félagsmálaráðuneytið við. Menntamálaráðuneytið kemur loks að málum í tengslum við endurmenntun og skólagöngu geðfatlaðra. Umsýsla geðfatlaðs einstaklings heyrir þó að öllu jöfnu undir félagsmálaráðuneyti.
Fagna ber átakinu Straumrof.En illt er,að ekki skuli vera fyrir hendi búsetuúrræði fyrir þá geðfataða,sem lokið hafa endurhæfingu á Landsspítalanum. Ljóst er að enn verði að herða róðurinn til þess að bæta aðstöðu geðfatlaðra.
Björgvin Guðmundsson
Heyra undir þrjú ráðuneyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.