Mánudagur, 3. mars 2008
Ný bók um evruna
Evrópufræðasetur Háskólans á Bifröst hefur gefið út bókina Hvað með evruna?, eftir Eirík Bergmann Einarsson, dósent í stjórnmálafræði, og Jón Þór Sturluson, dósent í hagfræði. Bókin er afrakstur tveggja ára rannsóknar sem gerð var að ósk Alþýðusambands Íslands og Samtaka iðnaðarins. Í bókinni eru helstu álitamál varðandi hugsanlega innleiðingu evru á Íslandi greind á einfaldan og aðgengilegan hátt. Fjallað er um myntsamruna í Evrópu og skoðað hvaða áhrif innganga í Evrópusambandið og upptaka evru hefðu á íslenskt efnahagslíf og samfélag.
Í bókinni er fjallað um hvaða áhrif innleiðing evru myndi hafa fyrir íslenskt efnahagslíf og samfélag. Í fyrsta lagi verður hagkerfið stöðugra, vextir lægri og viðskiptakostnaður minni. Þá má gera ráð fyrir að viðskipti aukist þegar gengisáhætta minnkar. Verðlag ætti að lækka og kaupmáttur að aukast. Helsti ókosturinn er á móti sá að Seðlabanki Íslands missir úr eigin hendi ákvörðun um innlenda stýrivexti. Við upptöku evru verður heldur ekki hægt að að fella gengið sem getur valdið ákveðnum erfiðleikum á vinnumarkaði.
Stærsti ókosturinn við aðild að ESB er þó sá,að Ísland yrði taka upp sjávarútvegsstefnu ESB.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.