Þriðjudagur, 4. mars 2008
Atvinnurekendur greiða atkvæði um samningana
Þetta er samkvæmt samþykktum Samtaka atvinnulífsins. Þar er gert ráð fyrir að svona risastórt samflot fari í atkvæðagreiðslu, segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, um rafræna atkvæðagreiðslu sem framkvæmdastjórn SA ákvað að halda um nýja kjarasamninga sem samtökin undirrituðu við meginþorra stéttarfélaga innan ASÍ 17. febrúar sl. Atkvæðagreiðslan hófst í gær og stendur til 7. mars.
Nokkur óánægja er á vettvangi SA með samningana. Hannes segir þó ekki aðra ákvörðun liggja að baki atkvæðagreiðslunni en samþykktir samtakanna. Þetta er undir ákvörðun framkvæmdastjórnar komið, en ef einhvern tíma er tilefni til að viðhafa svona atkvæðagreiðslu þá er það núna, því svona samflot hefur ekki verið síðan árið 1995. Yfirleitt hefur verið samið við eitt landssamband fyrst og ekki alltaf það sama. Þá hefur ekki verið talin ástæða til að fara út í svona atkvæðagreiðslu. En úr því þetta snertir eiginlega öll fyrirtækin er tilefni til að greiða atkvæði.
Atkvæðagreiðsla í verkalýðsfélögunum fer einnig fram um þessar myndir. Vonandi samþykkja báðir aðilar samningana því enda þótt ekki séu allir ánægðir yrði það rothögg fyrir íslenskt efnahagslíf,ef samningarnir væru felldir.
Björgvin Guðmundsson
Heildaratkvæðagreiðsla um samningana hjá SA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.